Konunglegur krói í sms

paperieboutique.com

Svíar eru með eindæmum ánægðir með kóngafjölskylduna sína. Viktoría krónprinsessa er þó í uppáhaldi hjá flestum og er beðið er eftir með eftirvæntingu að hún taki við krúnunni af föður sínum  sem hefur verið mikið milli tannana á fólki undanfarin ár.

 Eftir ævintýralegt brúðkaup þeirra Viktoríu og almúgadrengsins Daníels í júní árið 2010 er mikið búið að spá og spekúlera hvenær fyrsta barn þeirra hjóna muni nú líta dagsins ljós og varla hefur komið út blað í svíaríki sem ekki hefur innihaldið einhverja spekúlasjónir um það hvort krónprinsessan hafi fitnað óvenjulega mikið undanfarið eða myndir birtar af hugsanlegum bumbubúa sem svo síðar var kom í ljós að blússan hennar hafði legið eitthvað asnalega eða hreinlega að greyið stelpan hafi verið með loftþembu akkúrat þennan dag. Rúmlega ári eftir brúðkaupið eða nákvæmlega þann 17. agúst klukkan 15:00 að staðartíma kom svo óskastundin,  svíum var tilkynnt að von væri á litlum erfingja í byrjun árs 2012. Það var ekki að spyrja hysteríunni sem tók við næstu vikur og ekki stóð á fyrirsögnunum þar sem búið var að ákveða bæði kyn og nafn á veslings króann, yrði það lítill prins eða prinsessa sem myndi líta dagsins ljós, eða kanski bæði? Allir virtust hafa álit á þessum gleðifréttum.

En svíar þurfa allavega ekki að hafa áhyggjur af því að missa af því þegar unginn poppar út því boðið er upp á að kaupa sér þjónustu þar sem sms er sent í símann um leið og hann dregur fyrstu andartökin. Talandi um að vera „fyrstur með fréttirnar“.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir