Konur í minnihluta

 

Í fréttum RÚV á mánudaginn síđastliđinn var fariđ yfir alţjóđlega rannsókn um hlutverk kvenna í fjölmiđlum. Í rannsókninni kom fram ađ konur eru 20% ţeirra sem talađ er viđ eđa fjallađ um hér á landi á móti 80 % karla. Hlutverk kvenna í fréttum er lćgri hér á Íslandi en á Norđurlöndunum. Í Svíţjóđ er mest rćtt viđ eđa fjallađ um konur eđa 31%, Finnland međ 27%, Noregur og Danmörk koma ţar á eftir. 31% frétta í fjölmiđlum á Íslandi var skrifađur eđa fluttur af konum en 69% frétta skrifađur eđa fluttur af körlum.

Ţorgerđur Einarsdóttir prófessor í kynjafrćđi viđ Háskóla Íslands segir ađ rannsóknin sé marktćk ađ ţví leiti ađ ţetta sé samrćmd rannsókn sem er gerđ í 114 löndum og alls stađar eins, rannsóknin hefur veriđ gerđ fjórum sinnum áđur hér á landi, ţetta er í fimmta skipti. Skýringin ađ karlar séu oftar fengnir í viđtöl ţví ţeir eru í fleiri stjórnunarstöđum en konur dugar ekki til heldur ţurfi ađ skođa hlutina í víđara samhengi, til dćmis menningu fjölmiđlanna sem er partur á ţví kynjakerfi sem samfélagiđ í heild sýnir og hrćringar á fjölmiđlamarkađi. Ísland er sjöunda áriđ í röđ međ minnsta kynjabil í heiminum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir