Konur taka völdin í Svíaríki

Mynd: gp.se
Sænska pressan hefur nú birt fyrstu myndirnar af nýfæddu prinsessunni Estelle Silviu Ewu Mary. Fjölmiðlafulltrúi konungsfjölskyldunnar vill ekki gefa upp hver það var sem tók myndirnar en staðfestir að þær hafi verið teknar af fjölskyldumeðlimi í Haga höllinni nú morgun.

Fæðing Estelle hefur það í för með sér að konur munu fara með embætti æðsta ríkisvalds næstu tvö skipti í röð í Svíþjóð en það hefur aldrei áður gerst í sögu þeirra. Konur hafa aðeins þrisvar sinnum tekið við æðsta embætti konungsvaldsins áður, sú seinasta var drottningin Ulrika Eleonora sem var uppi á 17. öld.

Svíar eru hæstánægðir með fæðingu Estelle og telja þetta boða nýja og breytta tíma í jafnréttismálum þjóðarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir