Kony 2012?

Eins og flestir ættu að vita hefur myndbandið um baráttuna gegn Kony gengið eins og heitur eldur um sinu um veraldarvefinn síðustu vikur. Eftir að hafa skoðað nokkrar hliðar málsins er augljóst að þetta er á engan hátt einfalt mál. Það er á hreinu að Kony er vondur og það er hræðilegt að horfa upp á fjölda barna þræla. En er í lagi að búa til ófrið aftur í landi sem loksins eftir margra áratuga ófrið var að nást á friður á til að reyna að finna einhvern glæpamann þar sem er svo kannski ekki þar? Menn gætu verið að skemma fleiri líf með því einu.
Annar póll á þessari pælingu er, hversu margir menn í heiminum eru að gera nákvæmlega það sama, guð má vita hve margir stela börnum og láta þau þræla, í mörgum öðrum löndum í Afríku og víðar? 
Eitt er víst, að ef menn ætla að taka þetta mál alla leið og fara að styrkja slík samtök, þarf að kynna sér málið eins ítarlega og möguleiki er áður. Og það er ekki gert á einum degi, jafnvel ekki einu sinni einni viku?

Hrefna Sif Jónsdóttir

http://thinkafricapress.com/uganda/kony2012-has-taken-possibility-reconciliation-table - hér er linkur á umfjöllun sem Afríkufræðingur skrifaði.
http://www.invisiblechildren.com/ - Kony myndbandið

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir