Kony 2012: Nýtt myndband

KONY 2012
Nýtt myndband frá Invisible Children-hópnum hefur verið gert opinbert. Herferð Invisible Children er beint að glæpamanninum Joseph Kony og ástandinu sem hefur skapast í ríkjum Afríku í gegnum árin með tilkomu hans.

Í fyrra myndbandinu var aðallega fjallað um Lord's Resistance Army undir stjórn Kony, sem hefur farið víða um í Afríku og stolið þúsundum barna, þvingað þau til þess að berjast í her sínum og gerast kynlífsþrælar.

Myndbandið fékk yfir 100 milljón áhorf á internetinu en það hefur einnig mátt sæta mikilli gagnrýni. Það þótti m.a. einfalda ástandið sem ríkir í Úganda og gefa það til kynna að stríðið í Úganda væri enn í fullum gangi.

Nýja myndbandið á að varpa skýrara ljósi á her Kony, hvað umheimurinn getur gert til þess að stoppa hann og hvað sé nú þegar verið að gera. Einn af stofnendum Invisible Children, Jason Russel, sést þó ekki í nýja myndbandinu þar sem hann fékk taugaáfall í kjölfar fyrra myndbandsins.

Nýja myndbandið má finna hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir