Kosningar á laugardag

Efa að það hafi farið fram hjá fólki að það séu kosningar á laugardaginn. En vil benda fólki á að nýta kosningarétt sinn, ekki eru allir jafn heppnir að fá að kjósa í sínu landi og koma sinni skoðun á framfæri. Við breytum engu ef við tökum ekki þátt. Unga fólkið þarf að kjósa sína framtíð og er þetta mikilvægur liður í því. 

Ef þú ert ekki búin að gera upp hug þinn, farðu og skoðaðu heimasíður flokkanna. Einnig eru fullt af prófum á netinu sem hægt er að taka. Rúv er með gott próf sem hægt er að spreyta sig á. 

http://www.ruv.is/althingiskosningar 

Fyrst og fremst á maður að kjósa eftir því sem þú telur vera best. Þetta er alfarið þitt val svo kynntu þér vel sem upp á er að bjóða.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir