Krabbamein, ávextir og grænmeti

Rannsóknir sem mælt hafa samband á milli ávaxta- og grænmentisáts og minnkandi líkur á krabbameini í kjölfarið hafa sýnt fram á mjög veikt samspil. 

500 þúsund manns á evrópusvæðinu sem tóku þátt í rannsókininni voru látnir borða 5 ávexti/grænmeti á dag og síðan í framhaldinu var rannsakað hvort aukin inntaka ávaxta og grænmetis hefði áhrif á lækkun tíðni krabbameins hjá úrtakinu. Þó svo að rannakendur hafi einungis fundið út 2.5% lækkun á tíðni krabbameins hjá þeim sem tóku þátt þá vilja þeir ítreka að inntaka ávaxta og grænmetis sé lykilþáttur að góðri heilsu.

Árið 1990 mælti WHO (Alþjóðlegu heilsu samtökin) með því að allir borðuðu að minnsta kosti fimm ávexti og grænmeti á dag til þess að koma í veg fyrir að krabbamein tæki sér bólfestu í líkama þeirra sem og að sporna við krónískum sjúkdómum. Rannsóknir sýna fram á að það er ekki hægt að færa sönnur á að tíðni krabbameins lækki um 50% í kjölfar aukningu á inntöku almennings á ávöxtum og grænmeti.

Niðurstöður rannsókna sýna að í besta falli lækki tíðni krabbameins sökum aukinnar inntaka ávaxta og grænmetis, um 2.3% hjá konum og 2.6% hjá körlum. Einnig kom í ljós að betra er fyrir einstaklinginn að borða grænmeti sem innihélt hátt næringargildi heldur en að borða ávexti. Þá má einnig benda á að stórdrykkjumenn báru mestan hag allra af því að innbyrða bæði ávexti og grænmeti þegar kom að því að sporna við krabbameini sem tæki sig upp sökum alkóhól- og tóbaksneyslu.

Þá hafa rannsóknir fært sönnur á það að t.d. litarefni sem finnst á meðal annars í tómötum “licopene” geti dregið úr líkum á krabbameini í blöðruhálskyrtli á meðan brokkólí inniheldur efni sem talin eru geta aukið líkurnar á krabbameini í þörmum.

 Engu að síður þá gefa gögnin til kynna að inntaka ávaxta og grænmetis geti varið líkamann gegn hjarta- og æðasjúkdómum, sem valda hvað hæstu dánartíðni manna í þriðjaheimslöndunum. Hins vegar þarf að rannsaka undantalda þætti til hlítar til þess að færa fram afgerandi niðurstöður.

Heimild: http://news.bbc.co.uk/2/hi/health/8605270.stm 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir