Kraftlyftingafélag Akureyrar opnar líkamsræktarstöð

Fyrsta febrúar næstkomandi mun Kraftlyftingafélag Akureyrar (K.F.A.) opna líkamsræktarstöð í Sunnuhlíð á Akureyri, þar sem áður voru til húsa líkamsræktarstöðin Ræktin og Fangabragðafélagið Fenrir.

Stöðin er tveimur hæðum í 1200 fermetra rými og verður öll aðstaða fyrir almenna líkamsrækt þar til staðar. Það sem þykir merkilegt við þessa líkamsræktarstöð er að enginn eigandi er að henni heldur er hún rekin af íþróttafélagi og því mun mikið af starfseminni fara fram í sjálfboðavinnu. Grétar Skúli Gunnarsson, formaður K.F.A. Segir að það hafi lengi verið stefna félagsins að iðkendur hafi óskertan aðgang að aðstöðunni og því verði í boði fyrir meðlimi að leigja lykilkort sem veitir óskertan aðgang að aðstöðu félagsins utan þjónustutíma.

Kraftlyftingafélag Akureyrar er fyrirmyndarfélag ÍSÍ og er markmið félagsins að bjóða upp á heimsklassa aðstöðu til iðkunar á stálíþróttum og til almennar íþróttaiðkunar. Allir félagar þess eru skráðir í félagskerfi ÍSÍ (felix) og eru því skuldbundir til að fylgja hefðbundnu lyfjaeftirlit ef þess er óskað. Félagið vill með opnun þessarar líkamsræktarstöðvar koma til móts við samfélagið og bjóða upp á líkamsrækt í vernduðu umhverfi til almennra nota. Nemendur Háskólans á Akureyri fá 50% afslátt af áskriftum ásamt því að lögreglumenn, sjúkraflutningmenn og slökkviliðsmenn fá að æfa ókeypis hjá félaginu. Samfélög eru lagskipt, gagnrýnum okkar eigin samfélg og eigum að gagngrýna önnur, þurfum að gera það á vísandalegan hátt stunda þétta rannsókn og komast í gott návígi við samfélagið.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir