KSÍ gefur KA leyfi á að leika á Akureyrarvelli í sumar

Mynd: Jóhann Már Kristinson
Stjórn KSÍ samþykkti á dögunum að heimila Knattspyrnufélagi Akureyri að spila heimaleiki sína á Akureyrarvelli í sumar.

Skilyrði stjórnarinnar er samt að búið verði að setja upp 300 aðskilin sæti í stúku vallarins fyrir 15. júli næstkomandi. Þessu skilyrði ætti auðveldlega að vera uppfyllt en Fasteignir Akureyrarbæjar pöntuðu á dögunum um 700 sæti frá Ítalíu. Áætlað er að setja sætin upp fyrir fyrsta heimaleik KA föstudaginn 25. maí.

Greint var frá því á heimasíðu KA að völlurinn lítur mun betur út á núna en hann gerði á sama tíma í fyrra en þá urðu miklar kalskemmdir á honum sem sáust út sumarið.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir