Kvennaháskólinn á Akureyri?

Úskriftarhópur Háskólans á Akureyri 2011. Mynd fengin af http://www.akureyri.net/frettir/2011/06/12/426-kandidata-brautskradir-fra-haskolanum-a-akureyri-i-gaer/

Af háskólum á Íslandi er hlutfall karlmanna lang lægst í Háskólanum á Akureyri. Árið 2013 voru karlmenn einungis 22% nemenda.

Á síðustu árum hefur karlmönnum við nám í skólanum farið fækkandi þrátt fyrir heildarfjölgun nemenda. Á síðustu fjórum árum hefur hlutfall karla farið úr 26% niður í einungis 22%. Sú staðreynd og staða háskólans í bæjarfélaginu er vissulega umhugsunarefni.

Mynd fengin afhttp://www.unak.is/um-ha/lykiltolur/nemendafjoldi 


Stærsta deildin innan háskólans er hug- og félagsvísindadeild en innan þeirrar deildar er meðal annars kennaranám sem er orðin mikil kvennastétt. Þetta tengist einnig launamálum, lægri laun eru í greinum sem kenndar eru við Háskólann á Akureyri en hærri laun tengd til dæmis stærstu greinum Háskólans í Reykjavík, eins og verkfræði og tölvunarfræði.


Ekki stefnan að fjölga karlmönnum


Blaðamenn Landspóstsins tóku Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri á tal og spurðu hann út í stöðu mála. Samkvæmt rektor var verið að vinna að samstarfi með Verkmenntaskólanum á Akureyri og áætlun um að innleiða tæknigreinar í háskólanámið komin langt á leið. Þar sem karlar sækja almennt mun meira en konur í tæknigreinar hefði orðið töluverð hlutfallsleg aukning á körlum innan skólans en ekkert varð þó af þessum áformum vegna skorts á fjármagni. Þá sagði rektor er spurður út í það hvort væri verið að vinna að því að fá fleiri karlmenn með einhverju móti í þær námsleiðir sem nú þegar væru í boði að svo væri ekki og ekki á stefnuskrá skólans að gera það á næstunni. Vandamálið lægi ekki hjá skólanum, heldur samfélaginu, viðhorf þess til karlmanna sem fara til dæmis í hjúkrunarfræði eða leikskólakennarann þurfa að breytast þar sem fordómar sem þeir mæta væru miklir.


Fimm karlmenn leikskólakennarar


Sú staðreynd að Háskólinn á Akureyri sé að útskrifa þennan fjölda kennara og hjúkrunarfræðinga hefur eðlilega haft talsverð áhrif á þær stéttir í samfélaginu. Erfitt er að fá vinnu sem hjúkrunarfræðingur og mjög fáir leiðbeinendur eru að störfum í skólum og leikskólum bæjarins. Þeir sem útskrifast geta því alls ekki gengið að því vísu að fá vinnu á Akureyrarsvæðinu eftir útskrift. Þær upplýsingar fengust frá fræðslusviði Akureyrarbæjar að um 80% leikskólakennara bæjarins væru fagmenntaðir sem ættu að vera jákvæðar fréttir fyrir foreldra sem eiga börn á leikskólaaldri. Þegar hlutfall karla í þeirri stétt var skoðuð kom í ljós að af 177 fagmenntuðum leikskólakennurum bæjarins voru einungis 5 karlmenn. Sú staða hlýtur að vera áhyggjuefni. Á höfuðborgarsvæðinu eru hlutfall fagmenntaðra leikskólakennara einungis um 30% en þar er mun algengara að sjá karlmenn meðal starfsfólks. Því má leiða líkum að því að lítill áhugi karlmanna á leikskólakennaranámi hafi þau áhrif að karlmönnum á leikskólum fækki þegar menntunarstigið hækkar.


Þegar þessi staða karlmanna við Háskólann á Akureyri er skoðuð og þau áhrif sem skólinn hefur á samfélagið á Akureyri má spyrja sig að því hvort skólinn ætti að beita sér frekar í því að fá karlmenn til náms í þeim greinum sem í dag eru þar kenndar. Það má einnig velta því fyrir sér hvort umræðan væri öðruvísi ef konur væru einungis 22% nemenda í einum fjölmennasta háskóla landsins.


Birgir Örn Guðjónsson

Elín Inga Ólafsdóttir

Marta Sigmarsdóttir

Sigurður Helgi Tryggvason


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir