Kvikar myndir

Mynd: holice.co.uk

Ný sjónvarpstöð hóf göngu sína í október á síðasta ári en hún nefnist því þjála nafni Stöð eitt. Stöðin sýnir kvikmyndir af ýmsum stærðum og gerðum, lengdum og breiddum. Þó eru enn sem komið er aðallega bandarískar myndir á dagskránni. Flestar eru þetta myndir í eldri kantinum, þ.e.a.s. tíu ára og eldir. Ég ætla þó ekki að breyta þessum pistli í einhverja auglýsingu fyrir stöðina. Hinsvegar ætla ég aðeins að nefna nokkrar myndir sem hafa verið á dagskrá stöðvarinnar.

Það verður nú að viðurkenna að ég hef haft takmarkaðann áhuga á mörgum þeirra en það er þó alltaf hægt að finna eina og eina sem áhugavert er að horfa á. Hver hefur t.d. ekki gaman að því að horfa á myndir eins og Charro Með Elvis Presley í aðalhlutverki? Þrátt fyrir að maðurinn verði seint talinn sá besti í bransanum, þ.e.a.s. leikarabransanum, þá er samt áhugavert að horfa á þetta.

Space Jam með Michael Jordan sá ég þegar hún kom út árið 1996. Hún var betri þá en engu að síður er það alveg stórkostlegt að einhverjum haf dottið í hug að láta Jordan leika á móti teiknimyndafígúrum. Maður hefði haldið að það væri nógu erfitt fyrir atvinnu leikara að vinni við þannig aðstæður.

Svo má ekki gleyma ódýrum og asnalegum hasarmyndum eins og Showdown in Little Tokyo með Dolph Lundgren. Þrátt fyrir að kjánahrollurinn hríslist um mann af og til er samt eitthvað við myndina sem gerir það að verkum að maður horfir.

Þetta er nú aðeins brot af þeim myndum sem eru á dagskránni en það er gaman að sjá myndir í imbanum sem ekki sjást oft á öðrum stöðvum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir