Kvikmyndin Hrútar aðgengileg á netinu

Stikla úr kvikmyndinni

Kvikmynd Gríms Hákonarsonar, Hrútar, hefur verið gefin út á netinu; landsmenn geta horft á hana hér fyrir aðeins 500 krónur. Aðstandendur myndarinnar segjast gera þetta í ljósi umræðunnar um ólöglegt niðurhal. Þeir sem kjósa það geta einnig horft á myndina í Skjábíó, Vodafone leigunni eða skellt sér í Bíó Paradís þar sem hún er enn í sýningu. Landsmenn geta nýtt sér þessi úrræði þangað til í vor, vegna þess að kvikmyndin verður ekki gefin út á DVD fyrr en í fyrsta lagi í mars á næsta ári en það er vegna samninga við erlenda dreifingaraðila.

Kvikmyndin hefur vakið mikla athygli utan landsteinanna; hún var á dögunum tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta myndin en það er í annað sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd; fyrri myndin var Magnús eftir Þráin Bertelsson sem var tilnefnd árið 1989. Myndin hefur nú þegar unnið 13 alþjóðleg verðlaun; nú síðast á kvikmyndahátíð í Riga.

 

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir