Kynlíf innan veggja Háskólans á Akureyri?

Hvađ gerist bak viđ luktar dyr?

Stúdentaráð Háskóla Íslands greindi nýverið frá óformlegri könnun sem lögð var fram á vefsíðu þeirra um kynlíf nemenda á Háskólasvæðinu. Þátttakendur voru á aldrinum 18 – 40 ára, alls um 70 manns, og konur þar í stórum meirihluta. Nokkrir nemendur veittu viðtal undir nafnleynd og tjáðu sig um þetta athæfi sitt, og kom þar meðal annars fram að nemendi hafi stundað BDSM kynlíf á salernisaðstöðu skólans fyrir fatlaða. Undanfarna daga hefur mikið borið á umfjöllun um könnunina á vefsíðum fjölmiðlanna (meðal annars mbl.is) og samskiptavefnum Facebook. Könnunin snéri aðeins að Háskóla Íslands og vildi Landpóstur því athuga hvort kynlíf væri stundað í öðrum háskólum landsins.

Blaðamaður fékk á tal við sig nemanda við Háskólann í Reykjavík sem vildi ekki láta nafn síns getið. Nemandinn sagðist fullviss um að kynlíf innan veggja síns skóla væri reglulega stundað, þó svo að nemendur skólans myndu ekki auglýsa það á netinu. „Almenningssalerni er alls ekki ákjósanlegasti staður sem ég gæti hugsað mér til þess að stunda kynlíf,“ sagði hann aðspurður um álit sitt á þessari iðju nemenda. „En fólk er vafalaust ekki að gera þetta til þess að stunda gott kynlíf, heldur til þess að uppfylla einhverja kynóra og fantasíur.“

Jafnframt lagði Landpóstur fram óformlega könnun um kynlíf innan bygginga Háskólans á Akureyri meðal fjarnemenda. Fjarnemendur mæta í námslotur til Akureyrar að lágmarki þrjá kennsludaga hverja önn, þar sem þeir sinna námi sínu innan veggja skólans og fá að sama skapi tækifæri til kynlífsiðkunnar í háskólabyggingu. Þátttakendur voru tveir, en einungis tóku karlmenn þátt í henni. Könnunin leiddi í ljós að hvorugur þeirra hafði stundað kynlíf innan veggja skólans. „Ég veit ekki til þess að staðnemendur stundi kynlíf á salernum skólans, en vissulega er aðstaða til þess,“ sagði fjarnemi sem vildi ekki koma undir nafni. „Salernisaðstaðan í Sólborg er til að mynda í hæfilegri fjarlægð frá kennslustofum og þar er alltaf hægt að finna laust herbergi.“ Fjarnemandinn vissi lítið um BDSM iðkun nemenda, en hann dró þá ályktun að hún væri ef til vill ekkert ólíklegri en hvað annað. „Ég tók hvorki eftir leðurgrímum né gaddakylfum í skólatöskum nemenda, en ég var heldur ekkert að gramsa í þeim.“


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir