Lćkkun á eldsneytis kostnađi međ Hiclone

Hiclone stálhólkurinn.

Með Hiclone sem er lítill stálhólkur getur þú lækkað eldsneytiskostnað þinn allt að 25 %

Þegar eldsneytisstöðvar bjóða 2-3 krónu afslátt af lítranum verður afslátturinn ekki mikill þegar á botninn er hvolft enda eldsneytisverð  fyrir marga dýrt í dag. Elías Þorsteinsson rekur fyrirtækið Iðnval ehf  sem er staðsett í Giljahverfi á Akureyri. Fyrirtækið býður upp á þjónustu fyrir þá sem hafa áhuga á að lækka bensín og olíukostnað með svokölluðu Hiclone sem er lítill stálhálkur með leiðiblöðum sem fara inn í loftinntak vélarinnar.
 
Minnkar mengun og sparar eldsneytiskostnað.
Hiclone bætir blöndun á súrefni og eldsneyti og eykur þannig fullkomnun brunans í vélinni og þannig nýtist eldsneytið betur og bifreiðin kemst lengra á sama magni af eldsneyti en áður. Gott er að setja Hiclone í jeppa og hafa niðurstöður sýnt að það bætir tog bílanna í lágum snúningi, minnkar mengun og sparar eldsneytiskostnað.  Elías Þorsteinsson segir að þetta sé nokkuð vinsælt og hann man ekki eftir nema tveimur dæmum að einstaklingar hafi skilað vörunni en þá er endurgreitt vöruna að fullu sé það gert fyrir 30 daga.

Kostir Hiclone eru meðal annars:

  • Sparar eldsneyti
  • Minnkar eldsneyti
  • Eykur snúningsátak
  • Nýting vélar eykst
  • Auðveld ísetning (um 10-20 mínútur)
  • Engin sérverkfæri við ísetningu
  • Engar breytingar á vélbúnaði
  • Eilífðarábyrgð
  • Skilafrestur 30 dagar (full endurgreiðsla)


Hægt er að hafa samband við Iðnval til að fá nánari upplýsingar á netfangið elias@iðnval.is eða í síma 461 – 4422. Allar helstu upplýsingar varðandi hiclone er hægt að finna á heimasíðu þeirra hiclone.is

Heimild: hiclone.is , Elías Þorsteinsson.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir