Laglegt lógó - Eđa hvađ?

Háskólinn minn kynnti á dögunum spánnýtt lógó, eða merki eins og það heitir líklega á betri íslensku. Sitt sýnist hverjum og í djúpum dölum undirheima heyrðust háar tölur hvað nýja merkið kostaði í heild sinni. Það kostaði semsagt ekki fjórar milljónir eins og einhver hafði fleygt fram, það kostaði ekki einu sinni fjórðung þess með öllu. Tölurnar staðfesti hinn geðþekki markaðs- og kynningarfulltrúi Háskólans, Jóna Jónsdóttir við Landpóstinn. Hún sagði jafnframt að viðbrögðin við merkinu væru misjöfn. Það er skiljanlegt og bara eins og gengur og gerist.

Ég sakna gamla merkisins, en ég viðurkenni þó fúslega að það hafi verið barn síns tíma. Það minnti reyndar pínulítið á merki fyrir deild í leikskóla. Regnbogadeildina jafnvel. Það var samt sem áður hlýlegt og hafði skemmtilega merkingu. Regnbogi við sjó og svo bara nafn skólans.

Nýja merkið er kuldalegra en ég held samt að það eigi eftir að venjast. Það er stílhreint og í takt við stöðuga framþróun skólans. Það er einmitt það sem lagt var upp með þegar keppninni um nýja merkið var hrint af stað og að mínu mati tókst þetta ákaflega vel upp.

Kassinn og þríhyrningurinn eru skemmtileg. Það má lesa bæði HA út úr þessu og líka UA. Nei annars, eiginlega bara HA. Það er samt eitthvað við þetta.... Þetta segir mér ekkert alveg strax. Ef það stæði ekki “Háskólinn á Akureyri” við hliðina á þessu myndi maður ekkert vita hvað væri í gangi.

Á þeim sem ég hef rætt við má lesa að merkið hefur ollið nokkru fjaðrafoki. “Af hverju létu þeir leikskólanemendurna ekki teikna nýtt lógó í stað Íslandsklukkunnar? Þeir hefðu gert betur,” sagði einn viðmælenda minna. Aðrir eru ekki jafn harðorðir og enn aðrir hrósa merkinu. “Töff,” sagði einn án þess að vera að flækja hlutina.

Ég ætla að taka mér smá tíma að venjast því en gef nýja merkinu okkar samt þrjár og hálfa stjörnu af fimm mögulegum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir