Landbúnaðarverðlaunin 2012

Frá afhendingu verðlaunanna.

Í dag afhenti Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Landbúnaðarverðlaunin 2012.
Hjónin Helga Helgadóttir og Sigurður Á. Þórarinsson hlutu verðlaunin í ár, sem hafa verið veitt við setningu Búnaðarþings frá árinu 1997.
Þau  Helga og Sigurður eru bændur í Skarðaborg í Reykjahverfi í Suður- Þingeyjarsýslu. Frá árinu 1975 hafa þau eingöngu stundað sauðfjárbúskap og jafnhliða því að fénu hafi jafnt og þétt verið fjölgað, hafa þau unnið að kynbótum á stofninum sem í dag telur um 800 fjár.
 Árið 2010 komu þau hjón á fót heimakjötvinnslu og starfa þau og selja afurðir sínar úr lamba og ærkjöti. Sem dæmi um það sem Skarðaborgarbændur hafa til sölu eru lundir, hangikjöt, hakk,bjúgu og file, og er það stefna þeirra að því að auka enn við framleiðsluna á komandi árum.
Heimildir


•    http://mbl.is/frettir/innlent/2012/02...

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir