Landsbyggðin dregst aftur úr

Nýverið gaf hinn virti og víðlesni ferðavefur tripadvisor.com út lista yfir þá gististaði sem hljóta hvaðbesta umsögn gesta sinna á Íslandi. Hinn mikli vöxtur sem orðið hefur í ferðaiðnaði undanfarin misseri hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni og ekki er laust við að örlítilla vaxtaverkja gæti þegar kemur að því að þjónusta allan þennan fjölda ferðamanna sem hingað leggja leið sína. Vetrarferðamennska hefur samfara þessu færst mikið í aukana og er það í samræmi við væntingar stjórnvalda og hagsmunaaðila ferðaiðnaðarins sem eytt hafa miklu púðri í markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem vetraráfangastað.


Listi tripadvisor

Ef litið er á þá gististaði sem fá viðurkenningu frá notendum tripadvisor sést hvað landsbyggðin á langt í land með að ná að hrífa gesti á sama hátt og gististaðir á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim tíu gististöðum sem veittar eru viðurkenningar er einungis einn í meira en 50 kílómetra fjarlægð frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar er um að ræða Hótel Rangá sem stendur, eins og nafnið gefur til kynna, á bökkum Rangár og trónir efst á listanum. Sé tekið mið af listanum má glögglega sjá að landsbyggðin virðist vera eftirbátur höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að gæðagistingu sem ferðamenn finna sig knúna til þess að segja frá á vefnum. Margar ástæður geta verið fyrir þessum mun en hann gæti fyrst og fremst falist í því að það er einfaldlega meira af peningum til á höfuðborgarsvæðinu og þeir sem eiga þá vilji frekar minnka áhættu sína þar sem rekstur gististaða virðist um þessar mundir vera öruggari fjárfestingarkostur heldur en sérbúinn gististaður á landsbyggðinni þar sem einnig gæti verið erfitt að fá stórar erlendar hótelkeðjur til samstarfs.Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir