Leiðin að betra lífi

Myndin umtalaða/„happy pósið“ eftir námskeiðið
Ótrúlegt hvað stórir hlutir geta gerst á stuttum tíma, það sem þarf er rétt hugarfar og sjálfsaga. Þótt að lístílsbreyting sé ekki kapphlaup þá er ótrúlegt hvað árangur sést fljótt ef maður bara hendir sér af stað. 
Ég var hætt að þekkja sjálfan mig á myndum. Í febrúar síðastliðinn var ég algjörlega komin á botninn og nauðsynleg lífsstílsbreyting blasti við.


Það náðist af mér mynd þar sem ég var gjörsamlega óþekkjanleg. Mínir nánustu áttu erfitt með að trúa að þetta væri ég, svona leit ég ekki út inn í mér. Ég var búin að telja mér trú um að ég vær ljót og ætti mér enga von. Þetta var áður en ég uppgvötaði „pósið“. Ég skráði mig á módelnámskeið hjá Kjartani Skúlasyni, sem er algjör snillingur í sínu fagi. Hefði aldrei komist svona langt ef það væri ekki fyrir hann. Við tóku þrotlausar æfingar, því það er jú æfingin sem skapar meistarann. Ég fór að taka ábyrgð á eigin andlitsbeytingu.

Árangurinn sem ég hef náð á einum og hálfum mánuði er hreint út sagt ótrúlegur. Þótt ég eigi mína slæmu „pós“daga þá eru þeir góðu orðnir miklu fleiri. Ég finn fyrir miklum mun bæði andlega og líkamlega. Ekkert mál að vakna á morgnana og ég er farin að gera hluti sem mig hafði ekki einu sinni dreymt um að geta gert. Svo er ég alltaf bara svo glöð.

Ég ætlaði ekki að þora að setja þetta hérna inn en mig langar að vera fyrirmynd og hvatning fyrir aðra. Hafið trú á sjálfum ykkur, þið getið gert allt sem ykkur langar, ég er lifandi sönnun þess.


-Sigrún Katrínardóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir