Leiðin liggur í Hlíðarfjall

Hlíðarfjall á bak við snjóinn. Mynd: Kristín
Hlíðarfjall opnar 22. nóvember stundvíslega kl 16:00
Hlíðarfjall mun opna viku fyrr en áætlanir sögðu til um. Þann 22. nóvember kl 16:00 munu unnendur Hlíðarfjalls geta farið að renna sér niður hlíðarnar, svo lengi sem veður leyfir.
Miklum snjó hefur kyngt niður undan farið á norðurlandi og hafa margir beðið spenntir eftir að heyra fá opnun skíðasvæðisins. 
Hægt er að kaupa árskort á Backpackers í göngugötunni á Akureyri. Boðið verður uppá nýjung varðandi kaup á skíðapössum. Séra Jón kortið býður uppá þann möguleika að fólk geti deilt með sér einu korti. Eitt kort óháð nafni. 
Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir