Leikarinn Nicolas Cage með nýja Ghost Rider mynd eftir fimm ára hlé

Ghost Rider: Spirit of Vengeance

Myndin fjallar um ofurhetjuna Johnny Blaze sem er í felum í Austur-Evrópu þegar hann er fenginn til að stöðva djöfulinn sjálfann við að reyna að komast í mannslíki.

 


GhostRider spirit of Vengeanceer sjálfstætt framhald fyrri Ghost Rider myndarinnar. Nicolas Cage fer með aðalhlutverkið í báðum myndunum nema hvað hann leikur áhættuatriðin sjálfur í nýju myndinni.

Á tökustað gekk Cage um með voodoo grímu á andlitinu og svartar augnlinsur og yrti ekki á samstarfsfólk sitt til að koma sér í hlutverkið.  Cage sagði í viðtali við BBC að hann hafi lifað sig svo vel í hlutverkið að hann hafi séð hræðsluna í augum samstarfsfólks síns og fundið þá að hann var að gera góða hluti. 

Leikstjórar myndarinnar eru tveir, þeir Mark Neveldine og Brian Taylor. 

Fyrri Ghost Rider myndin sem kom út árið 2007 fékk ekkert sérstaklega góða dóma hjá gagnrýnendum en hún var vel sótt.  Ghost Rider er byggð á teiknimyndasögu og fjallar um mann sem selur djöflinum sál sína til bjargar föður sínum sem er með krabbamein. Í staðinn öðlast hann ofurkrafta og verður yfirnáttúrulegur útsendari réttlætis og hefndarverka.

Það er sem fyrr segir hasarhetjan Nicolas Cage sem fer með hlutverk  Johnny Blaze sem er Ghost Rider hin logandi beinagrind sem ferðast um á mótorhjóli.

Myndin Ghost Rider spirit of Vengeance verður í kvikmyndahúsum í febrúar.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir