Leikfélag Akureyrar samningslaust

Öllu fastráðnu starfsfólki Leikfélags Akureyrar hefur verið sagt upp störfum.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, formaður stjórnar leikfélagsins,  sagði í samtali við RÚV að ekki kom annað til greina en að segja starfsfólki Leikfélags Akureyrar upp vegna ófrágegnum málum í sambandi við samninga leikfélagsins og Akureyrarbæjar varðandi rekstur leikhússins fyrir næsta leikár.

Starfsfólk leikfélagsins fengu uppsagnarbréfin fyrir helgi en ef samningar nást verða allir starfmennirnir endurráðnir. Vonir standa nú til að gengið verði frá samningum á næstu dögum.

Leikfélag Akureyrar er eina atvinnuleikhús landsins utan höfuðborgarsvæðisins og er rekið með stuðningi Akureyrarbæjar á grunni samnings við Menntamálaráðuneytið.

Blaðamaður Landpósts náði ekki sambandi við Sigrúnu Björk, formans stjórnar leikfélagsins, vegna frekari upplýsinga um málið.

 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir