Leikjarýni: FIFA 14

Allir þeir sem hafa spilað FIFA undanfarin ár munu finna fyrir öllum þeim breytingum sem hafa verið gerðar. Oft eru það litlu hlutirnir sem gera góða leiki enn betri, það á svo sannarlega við í FIFA 14. Helsti galli FIFA undanfarin ár hefur verið njósnakerfið, klunnalegt og í raun hundleiðinlegt að nota. Nú er töluvert einfaldara að senda njósnara og fylgjast með hvað þeir eru að gera. Stjórnborð leiksins hefur verið tekið í gegn og minnir alveg ótrúlega mikið á stjórnborðið í Xbox leikjavélinni. Það nýtur sín best í Career Mode, það sem var klunnalegt í fyrri leik er núna töluvert flottara og betra í notkun. Ultimate Team hefur lítið sem ekkert breyst frá fyrri leik. 

Nú þarf að hugsa meira um að búa til rétta efnablöndu af leikmönnum í uppstillingunni svo spilarinn fái sem mest úr sínum hópi. Í FIFA 14 var bætt við að hægt er að spila leiktíð með vini á netinu, þrátt fyrir að samspil sé ekkert nýtt fyribæri þá er þetta skemmtileg viðbót við leikinn. Það er mjög einfalt að setja upp fjölspilun á netinu og búa til mót, hellingur af valmöguleikum fyrir leikmenn til að fá sem mest úr spiluninni.


A hafa aukið raunveruleikann í leiknum og núna snýst þetta allt um eðlisfræði. Hreyfing og jafnvægi miklu næmara og hefur nú miklu meiri áhrif á tæknigetu leikmanna. Það sést ... 

Hægt er að lesa fulla gagnrýni hér á heimasíðu Nörd Norðursins.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir