Leitar réttar síns gagnvart Stúdentagörðum

Mynd: Ari Brynjólfsson
Íbúi á stúdentagörðum á Akureyri hyggst leita réttar síns í baráttu sinni til að fá þinglýstan húsaleigusamning á herbergi í tveggja herbergja íbúð. Samkvæmt Velferðarráðuneytinu eru í gildi sérstakar reglur þegar kemur að leigu á herbergjum með sameiginlegri þvotta- og eldunaraðstöðu ef um er að ræða stúdentagarða. FÉSTA, Félagsstofnun Stúdenta á Akureyri, býður upp á slíkt fyrirkomulag í fjögurra herbergja íbúðum en ekki tveggja herbergja íbúðum.

,,Íbúðir sem hver um sig hafa eigið fasteignanúmer og ekki er hægt að þinglýsa tveimur samningum á hvert fasteignanúmer. FÉSTA hefur aldrei leigt út hálfa íbúð, eða herbergi í íbúðunum.“ segir í svari FÉSTA til íbúans. Þetta hefur í för með sér að stúdentar sem leigja herbergi í fjögurra manna íbúð geta sótt um húsaleigubætur fyrir herbergið, en leigjendur í tveggja herbergja íbúðum þurfa að sækja um sameiginlegar bætur fyrir alla íbúðina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir