Leonardo í spor Roosevelt

Leonardo Di Caprio

Stórleikarinn Leonardo Di Caprio mun bregða sér í hlutverk Theodore Roosevelt sem var 26.forseti Bandaríkjanna í nýrri mynd eftir Martin Scorsese.

 

Samstarf Scorsese og Leonardo er fyrir löngu orðið rómað í Hollywood, en saman hafa þeir gert myndirnar Gangs of New York, The Aviator og nú síðast The Departed þannig að þetta verður fjórða myndin sem þessir stórlaxar í Hollywood gera saman. Myndin hefur hlotið nafnið The Rise of Theodore Roosevelt og mun stikla á stóru yfir forsetaferil Roosevelt. Myndin verður frumsýnd á næsta ári.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir