Life Ball

Life Ball fyrir utan ráðhúsið í Vín

Life Ball er stærsti góðgerðaviðburður í Evrópu og jafnframt einn sá stærsti í heiminum sem styður fólk með HIV og AIDS. 

Viðburðurinn er skipulagður af velgerðarsamtökunum LIFE og er haldinn árlega í Vínarborg, Austurríki. 19 maí næstkomandi verður haldið uppá 20 ára afmæli viðburðarins. Eins og nafnið gefur til kynna er haldinn dansleikur sem talinn er vera mjög einstakur. Fjöldinn allur af heimsfrægum leikurum og söngvurum láta sjá sig og reyna að láta gott af sér leiða fyrir samtökin. Viðburðurinn hefur því vakið mikinn áhuga og athygli út um allan heim. Markmið þeirra er að berjast gegn sjúkdómnum en einnig að upplýsa almenning um afleiðingar og áhættu hans og vekja athygli á honum. 

Á dansleiknum eru þeir að fagna gleði lífsins og fjölbreytileika í samfélaginu með allskyns uppákomum. Samtökin hvetja fólk til þess að mæta í sínum fínustu og óvenjulegustu fötum til að undistrika sérkenni þessa viðburðs. Hugmyndin með því er einnig að endurspegla sérkenni hvers einstaklings og þurfa þá sumir að mæta með grímur til að sýna sitt sanna andlit. En mottó þeirra er einmitt "Fight the flames of ignorance".  
Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir