Lífsýni í skiptum fyrir stuttermabol

Stuttermabolurinn sem gefinn var. Mynd; Lísbet Sigurðardóttir.
Starfsmenn Þjónustumiðstöðvar rannsóknarverkefna komu við í Háskólanum á Akureyri í dag. Þeir báðu nemendur að gefa sér lífsýni í skiptum fyrir stuttermabol, penna og súkkulaði. Þetta er hluti af stórri söfnun lífsýna. Farið er víðsvegar um landið til að leita eftir þátttakendum.


Íslensk erfðagreining vinnur nú að rannsóknum á fjölmörgum sjúkdómum og er stöðugt að afla lífsýna og gagna vegna þeirra. Nú er hafin umfangsmikil öflun þátttakenda til að gefa lífsýni í viðmiðunarhóp. Íslensk erfðagreining hefur falið Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna það starf að leita eftir þátttöku einstaklinga í samanaburðarhóp. Starfsmenn Þjónustumiðstöðvarinnar fara víðsvegar um landið til að safna þátttakendum og kom einmitt við í Háskólanum á Akureyri í dag, mánudag. Ætlað er að nota erfðaefnin sem samanburðarsýni í rannsóknum á fjölda sjúkdóma, svo sem krabbameina, sykursýki og hjartasjúkdóma. 

Nemendur og starfsmenn skólans tóku vel í rannsóknarverkefnið. Til að taka þátt þarft þú að undirrita upplýstan samning og taka strokusýni úr munni. Einnig getur þú skrifað undir plagg sem heimilaði að síðar megi vera leitað til þín um að gefa annað lífsýni eða upplýsingar um heilsufar. Allir sem tóku þátt gátu valið sér stuttermabol og fengu penna og súkkulaði. Fólk hefur alltaf tækifæri til þess að afturkalla þátttöku sína og þá verður sýnum þeirra eytt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir