Líftími hluta

Hver man ekki eftir fyrsta farsímanum sínum? Símar sem hægt er að nota ennþá í dag. Þeir voru liggur við höggheldir og vatnsheldir. Ég man eftir fyrsta símanum mínum, það var nokia með loftneti, ég týndi honum í meira en mánuð en fann hann svo fyrir utan heima, og hann virkaði þrátt fyrir að það hefði snjóað og rignt á hann. Einu sinni voru hlutir framleiddir til þess að endast......


Það var árið 1920 þegar hópur af viðskiptamönnum höfðu áttað sig á því,  að því lengur sem varan endist, því minni hagnaður er fyrir þá. Áætlunin um fyrningu hluta varð til og síðan þá hafa framleiðendur smátt og smátt byrjað að framleiða og hanna vörur með takmarkaðan líftíma. Heimildamyndin „Light pulb conspiracy“ fjallar einmitt um þetta. Margir framleiðslueigendur hafa komið sér saman um hversu lengi varan eigi að endast, hvort sem það eru símar, ísskápar, ipodar eða ljósaperur. Í myndinni eru þeir með ljósaperu sem enn virkar eftir 100 ár. Í dag er líftími ljósaperu um það bil 1000-2500 klst sem er langt undir þeirra tæknilegrar getu. Þannig eru þeir þá að tryggja meiri eftirspurn af ljósaperum og þar af leiðandi meiri hagnað fyrir sig. Þá er spurningin, ef þú kaupir hlut sem er búið að ákveða hversu lengi hann muni duga, og þarft því að kaupa nýjan, ertu þá ekki í raun og veru bara að fá hlutinn að láni?

Mæli með að flestir horfi á þessa heimildamynd, en hægt er að horfa á hana á youtube

slóðin: http://www.youtube.com/watch?v=70b8NfRv68E


-Sigríður R Marrow Arnþórsdóttir


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir