Líla Líríó - Falleg hárbönd á litlar prinsessur

Thelma Þorsteinsdóttir er skvísan á bakvið Líla Líríó, en hún hefur haft áhuga á hönnun frá unga aldri. Thelma hannar falleg hárbönd á prinsessur ásamt því að gera skírnaliljur. Nafnið Líla Líríó er í höfuðið á dóttur hennar Lilju sem er jafnframt ástæða þess að hún fór að hanna hárböndin.

„Litli frændi hennar Lilju var rétt rúmlega eins árs þegar hann kallaði hana Líla, þar sem hann gat ekki sagt Lilja. Lirio er Lilja á spænsku, þannig nafnið þýðir í raun Lilja Lilja“ segir Thelma.

 Þegar dóttir hennar Thelmu fæddist árið 2011, leitaði hún útum allt af hárböndum fyrir dóttir sína, í verslunum hér á Íslandi og fannst henni lítið úrval vera til staðar. Einnig fékk hún nokkur hárbönd að gjöf frá H&M, Carters o.fl en fann samt ekkert sem henni leist nógu vel á. Ákvað hún því að taka þetta í sínar hendur og sauma hárbönd eftir sínum hugmyndum. Mömmuhópurinn sem Thelma var í fór svo að biðja hana um að gera hárbönd fyrir sínar dætur, og vinkvenna sinna. Þróunin var hröð og í mars 2012 stofnaði hún like síðu á facebook, og er síðan kominn með yfir 3000 likes. „Það er sigur fyrir litla saumakerlingu sem gerir þetta allt í höndunum“ segir Thelma. 

Vorið 2012 hóf Thelma að hanna skírnaliljur, en til að byrja voru þær aðeins í sérpöntunum, komu þær til vegna þess að foreldrum langaði í borða í stíl við hárbandið á skírnardaginn. Í byrjun árs 2013 ákvað hún svo að setja þær í sölu á síðunni. Skírnalilja er hugsuð til að koma í stað hefðbundins skírnaborða, er öðruvísi og óhefðbundin útfærsla.

 Í ágúst á þessu ári bauð svo Þumalína og Fiðrildið henni að selja vörur sínar í verslunum sínum. Gegnur það rosa vel og þá sérstaklega í Fiðrildinu enda fullkominn og falleg verslun á réttum stað í Reykjavík.

Hægt er að skoða hönnun Líla Líríó hérAthugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir