LÍN áfrýjar ekki

lin.is

„Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur ákveðið í samráði við stjórnarformann LÍN að íslenska ríkið muni ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli námsmanna gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna.“

Er þetta mikill léttir fyrir íslenska námsmenn. Þar sem mikill óvissa hefur verið um, hvort að stúdentar sem ekki hyggjast taka fleiri en 18 einingar á önn muni hafa rétt á framfærslu frá LÍN. Á þessu skólaári munu því 18 einingar nægja til að eiga rétt á framfærslu.

Enn er þó í hyggju að breyta reglunum og samræma þær reglunum einsog þær eru annars staðar á Norðurlöndum. Þ.e.a.s að á næsta skólaári þurfi nemendur að ljúka 22 einingum til að eiga rétt á framfærslu. Er því aðeins um að ræða frestun á breytingunni, til að námsmenn séu ekki í óvissu þetta skólaárið. Ef LÍN hefði áfrýjað dómnum til Hæstaréttar, hefði niðurstaðan á dóminum trúlega ekki komið fyrren nemendur eru byrjaðir í haustannaprófunum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir