Flýtilyklar
Lína Langsokkur – Haustgleđi Ţingeyjarskóla
Fyrsta Haustgleđi Ţingeyjarskóla, grunnskóla í Ţingeyjarsveit, var haldin í Ýdölum í nóvember. Haustgleđin var vel sótt en unglingadeild ásamt 2.-3. bekk skólans sýndi leikritiđ Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren. Stórgóđu handriti voru gerđ góđ skil og var ţađ einróma álit gesta ađ krakkarnir hefđu stađiđ sig međ eindćmum vel. Međ hlutverk Línu Langsokks fór Jana Valborg Bjarnadóttir og hlaut hún mikiđ lof fyrir frammistöđu sína enda má segja ađ hún hafi smellpassađ í hlutverkiđ eins og sjá má á myndum hér fyrir neđan.
Međ önnur stćrri hlutverk fóru ţau Guđrún Gísladóttir (Anna), Benóný Arnórsson (Tommi), Kristjana Freydís Stefánsdóttir (frú Prússólín) og Stefán Óli Hallgrímsson (apinn Níels). Nemendur sáu einnig um sviđsmynd og tónlistarflutning undir leiđsögn kennara sinna.
Látum myndir frá Haustgleđi Ţingeyjarskóla tala sínu máli.
Ljósmyndir: Halldóra Kristín Bjarnadóttir
Á morgun, ţann 1. desember, kl. 11:00 mun Framhaldsskólinn á Laugum bjóđa íbúum Ţingeyjarsveitar til hátíđardagskrár í tilefni fullveldisdagsins og 90 ára afmćli skólahalds á Laugum. Dagskráin mun fara fram í íţróttahúsinu á Laugum en ţar mun Ţingeyjarskóli einmitt flytja lokaatriđiđ úr Línu Langsokk. Ađ dagskrá lokinni er gestum bođiđ ađ ţiggja veitingar í matsal skólans.
Viđ hvetjum íbúa sveitarfélagsins til ađ ţiggja ţetta góđa bođ og njóta.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.
Athugasemdir