Flýtilyklar
Lína Langsokkur sjötug
Í dag, 26. nóvember er Lína Langsokkur 70 ára gömul, eins og fram kemur á vef Rúv.
Árið 1945 kom fyrsta Línu Langsokk bókin út eftir Astrid Lindgren. Hún var 37 ára gömul húsmóðir þegar fyrsta sagan kom út, en á þessum tíma voru margir sem hneyksluðust yfir þessari ólátakind sem hún Lína var.
Í gegnum þessi 70 ár hafa sögurnar um ævintýri Línu fengið að lifa og dafna. Bækurnar um Línu hafa verið þýddar á 92 tungumál, ásamt því að leikritin um Línu eru reglulega sett upp.
Í Alþýðublaðinu frá árinu 1987,er fjallað um Astrid Lindgren. Þar er barnabarn hennar að segja frá ömmu sinni, Astrid: „Þú hlýtur að skilja það, að þegar Astrid kemur í heimsókn, með klútinn um hausinn, þá er hún norn og við verðum að flýta okkur að fara í felur. Þú skilur, við vitum að hún er ekki raunveruleg norn en hún heldur sjálf að hún sé raunveruleg norn. Og þá getur þetta farið að verða hættulegt!"
Astrid Lindgren
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir