Listin að lakka

Mynd - Halla Mjöll

Naglalakk er ein af þessum munaðavörum sem við flest elskum. Það er fátt jafn auðvelt og að toppa heildar útlitið með flottu naglalakki, annað hvort fullkomnar það lúkkið eða poppar það upp ef lúkkið er einfalt og látlaust. 

Mynd - Halla Mjöll

Ekki nóg með það að þessa snilldar uppfinning sé talin rekja rætur sínar allt aftur til 3000 fyrir Krist, þá hefur hún endalaust notagildi! Til dæmis er hægt að nota naglalakk sem lím. Bæði sem allra handa lím og einnig hentar það vel á gömul umslög ef þau vilja ekki lokast, smelltu smá slummu af lakki og það lokast auðveldlega. Einnig er lakkið frábær lausn á trosnum skóreimum, settu smá naglalakk á endann á reiminni og þá kemst hún auðveldlega í gegnum gatið á skónum. Bráðsniðug lausn sem sést ekki, hafa skal í huga að skemmtilegra er að velja svipað lakk og liturinn á reiminni. Margir setja smá klessu af naglalakki á lyklana sína til að þekkja þá í sundur, ótrúlega einfalt. Að ógleymdu lykkjufallinu sem er martröð hvers kvenmanns, en flestir kannast við þá ofurlausn að setja eina stroku af naglalakki yfir lykkjufallið og þá verður það til friðs. Eitt ráð fyrir saumasnillingana, gott er að setja örlítið af lakki á endann á þræðinum, ekki of mikið þó og þá verður það leikur einn að koma honum í gegnum nálaraugað.

Mynd - Halla Mjöll

Naglatíska er orðin mjög háþróuð í dag og er það alveg hreint ótrúlegt hvað naglasérfræðingar geta töfrað fram með lakkinu einu. Smekklegt lakk er mjög í tísku núna og er til í öllum litum heimsins og í mörgum gerðum. Einni einstaklega smekklegri Skagfirski mey leiðist ekki lakkið og kann að redda sér. Hún á það til að dunda sér af og til með lakkið og verða birtar hér nokkrar myndir af afrekstrinum.

Bæði fallegt og flott og alls ekki flókið! Það eina sem hún notar er dass af hugmyndaflugi og nokkur heimatilbúin „hjálpartæki." Á fyrstu myndinni stingur hún einfaldlega títuprjóni í strokleður (hvort sem það er gamla góða boxy eða á endanum á blýanti) til að ráða betur við prjóninn, dýfir hausnum í lakkið og leikur lausum hala. Á neðstu myndinni málar hún límband, klippir það til, setur ofan á nöglina og setur síðan top coat yfir, eða yfirlakk, einnig er hægt að nota þunnan og glæran naglaherði til að tryggja að skrautið haldist á.

Mynd - Halla Mjöll

Nú er ekkert annað í stöðunni en að láta hugmyndaflugið ráða ferðinni og skvísa sig aðeins upp fyrir næstu helgi! 

http://www.dv.is/lifsstill/2013/5/5/naglalakk-til-margra-nota/ 


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir