Ljótu hálfvitarnir héldu uppi stemningu á Grćna Hattinum

"Þetta var agalega gaman" segir Oddur Bjarni hljómsveitarmeðlimur Ljótu hálfvitana eftir tónleikaferð þeirra til Akureyrar um helgina.

Tónleikarnir um helgina voru mjög góð skemmtun og var þá sérstaklega Oddur Bjarni sem hafði einstakt lag á því að hrífa fólkið með sér í skemmtilegum söng og kráarstemningu. Oddur segir að í lok mars spili hljómsveitin  á Kaffi Rósenberg og í byrjun apríl í Ýdölum í Aðaladal. Þeir stefna síðan á að taka pásu og æfa fleiri lög og vonandi ný lög segir hann.  Hann lísir því að á föstudagskvöldinu hafi hann ekki verið viss hvernig stemningin var en síðan á laugardagskvöldinu var andrúmsloftið allt öðruvísi sem kannski væri hægt að útskýra með því að það seldust strax á mánudeginum 82 miðar í einni pöntun frá búfræðideildinni á Hvanneyri sem komu í rútuferð til Akureyrar þessa helgi, sem gerði góða stemningu í salnum.

Hefur endurkomu hljómsveitarinnar verið tekið vel en þetta eru fyrstu skiptin sem þeir spila á Norðurlandi eftir að þeir tóku saman eftir hlé. Í viðtali sem Landpósturinn tók í síðustu viku við  Snæbjörn Ragnarsson þá lísir hann því að pásan hafi gert mjög gott fyrir bandið og móralinum á milli þeirra. Landpóstinn tekur undir það og mælir með frábæru uppistands kvöldi, tónlist, stemningu og hlátri sem tónleikargestir bandsins eiga eftir að geta upplifað í framtíðinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir