Flýtilyklar
Loftslagsbreytingafundur Sameinuðu þjóðanna
Líkt og mbl.is greindi frá í dag stendur fundur Sameinuðu þjóðanna um baráttu gegn loftslagsbreytingum yfir um þessar mundir.
Fulltrúar tæplega 200 landa eru samankomnir í Marokkó til að ræða hin brýnustu málefni er varða stefnu í loftslagsbreytingamálum. Á fundinum hefur verið greint frá að loftlagsmálefnin verði sett í fyrirrúm hjá ríkjunum á komandi árum til að sporna við hlýnuninni á sem bestan hátt. Á fundinum hafa 111 ríki staðfest Parísarsamkomulagið um að reyna að koma í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda eins vel og hægt er.
Eftir að Donald Trump var kjörinn forseti í síðustu viku hafa margir óttast það hvort afstaða Bandaríkjamanna muni breytast. Trump hefur lýst því yfir að hann trúi ekki á hnattræna hlýnun og loftslagsbreytinga vandamálin sem hrjá heiminn um þessar mundir. Forsvarsmenn Kína, Indlands, Brasilíu og Suður Afríku lögðu þó áherslu á þá staðhæfingu sína að þróuð lönd ættu ekki að draga atkvæði sitt til baka hvað varðar Parísarsamkomulagið.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir