Löggur međ höfuđklút ?

Um þessar mundir stendur yfir undirbúningur fyrir kosningar sem verða í Noregi 12. september í haust. Eitt af hitamálunum sem rætt er um snýst um höfuðklút kvenna sem aðhyllast íslamstrú. Lítið er um að menn séu að æsa sig yfir kreppu og spillingu. Höfuðklútsmálið snýst um hvort að lögreglukonur sem eru íslamstrúar megi ganga með höfuðklútinn sinn undir lögregluhúfunni.

Núverandi ríkisstjórn hefur sagt að trúartákn séu leyfileg innan lögreglunnar en Framfaraflokkurinn hefur gert sér mat úr þessu og fullyrðir að þetta sé laumuleg leið til að innleiða íslam innan lögreglunnar og sé í raun samsæri um að gera Noreg að íslömsku ríki.
Verkamannaflokkurinn hefur nú fallið frá því að leyfa trúartákn sem hluta lögreglubúningsins.
En veltum aðeins fyrir okkur þessu máli. Hvað er svona slæmt við að vera með höfuðklút undir lögregluhúfu?  Ógnar það öryggi ríkisins? Það sjónarmið að lögreglan þurfi að vera sem mest einsleit, eins og herflokkur, er algjörlega úrelt sjónarmið. Þetta er stétt þar sem er mjög mikilvægt að sem flestir þjóðfélagshópar fái pláss innan þ.e. endurspegli samfélagið, innan skynsamlegra marka. Þess vegna er mikilvægt að miðla málum og breyta reglum til að svo geti orðið. Það er einn liður í átt að jafnrétti kynjanna að konur séu sýnilegar til jafns við karlmenn, í sem flestum stéttum. Á Íslandi höfum við gert þetta með því að breyta kröfum varðandi inntöku í lögregluskólann og konur geta nú einnig unnið í slökkviliðinu.


Þó svo að höfuðklúturinn sé í augum margra tákn kúgunar er hann það ekki í augum flestra sem með hann ganga.  Auðvitað má e.t.v. finna þær konur sem ganga með hann eingöngu vegna þrýstings frá samfélagi íslamstrúarfólks en flestar ganga með hann af ekki ólíkri ástæðu og kristnir ganga með kross um hálsinn – einhverskonar trúarleg skuldbinding.
Heimildir: ruv.is
Mynd: muslimahmediawatch.org


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir