Love & Fog frumsýnir fyrsta íslenska Zombie-myndbandið

Love and Fog dúettinn Axel og Jón Þór

Love & Fog er dúett sem samanstendur af tveimur velkunnugum tónlistarmönnum á Íslandi, Axel Árnason kallaður Flex og Jón Þór Ólafsson. Nú á dögunum gáfu þeir út sitt fyrsta tónlistarmyndband sem fjallar um Zombie –heimsendi. 

Axel hefur stússast í tónlist síðan hann var 12 ára gamall og fékk sitt fyrsta trommusett. Hann stofnaði hljómsveitina 200.000 Naglbítar árið 1993 og var í þeirri hljómsveit þar til um aldamótin þegar hann fór að starfa við hljóðupptökur. Jón hefur ekki minni reynslu af tónlist en hann fékk sinn fyrsta gítar í fermingargjöf og eftir það var ekki aftur snúið, hann var meðal annars í hljómsveitinni Lödu Sport en það var við upptökur á plötu þeirrar hljómsveitar sem Jón og Axel kynntust.Jón og Axel

Hrekkjavakan hefur verið áberandi síðustu daga og á tónlistarmyndbandið vel við en þetta er fyrsta Zombie-tónlistarmyndband sem gert hefur verið hérlendis. Leikstjórn, upptaka og klipping var í höndum Óttars Más Ingólfssonar en myndbandið var gert með mikilli hjálp góðra vina og kunningja strákana.

Hvernig varð nafnið á bandinu til?

Við vorum búnir að velta fyrir okkur ýmsum nöfnum en það er alltaf stærsti höfuðverkurinn þegar maður stofnar band, að finna á það nafn. Þetta var eitt af þeim sem komu upp og eltist það vel.

Hvaða tónlistarstefnu mynduð þið segja að Love & Fog fylgdi?

Við sækjum mikil áhrif í áttund og níunda áratuginn en blöndum þessu öllu saman við allskonar hluti héðan og þaðan. En ætli þetta sé ekki einhverskonar elektró popp/rokk.

Er von á plötu fljótlega?

Já, vonandi bara næsta vor.

Hvaðan kom hugmyndin af Zombie myndbandi?

Textinn í laginu fjallar um þetta. Okkur fannst það hæfa laginu, það er einhver dimmur undirtónn í því. Það lá svo beint við að gera Zombie myndband, það elska allir Zombiea ekki satt?

Zombie-ar

Um hvað fjallar myndbandið?

Zombie-heimsendi. Það eru engir heilbrigðir eftir í heiminum nema við og það lýsir þeirri skelfingu og panikki sem hlýtur að grípa menn við þær aðstæður.

Eitthvað sem stóð upp úr í tökum á myndbandinu?

Já bara hvað allir vinir okkar voru til í að leggja mikið á sig til þess að hjálpa okkur. Takk!!!

Þetta er í fyrsta skipti sem svona myndband er gert hér á Íslandi, var ekki erfitt að framkvæma þetta?

Við höfðum frábært fólk með okkur í þessu þannig að það má segja að þetta hafi verið ákveðið kraftaverk, sérstaklega þar sem vídeóið er gert fyrir nánast engan pening.Innyfli

Nú er Halloween akkúrat í gangi, er tímasetning myndbandsins tilviljun?

Hehe já, ef það eru til einhverjar tilviljanir?

Myndbandið var frumsýnt síðustu helgi á Mánabar þar sem þið spiluðuð í fyrsta skipti opinberlega ekki satt? Hvernig lagðist þetta í ykkur?

Jú mikið rétt. Þetta leggst alveg frábærlega í okkur og við hlökkum mikið til að halda áfram að spila fyrir fleira fólk. Viðtökurnar voru framar vonum svo við erum æsispenntir að halda áfram.

Hver eru framtíðarplön bandsins?

Halda áfram að semja góða músík og spila hana fyrir sem flesta. Okkur langar að sjálfsögðu að reyna að fara með þetta eins langt og við komumst.

Tökur

Er hægt að sjá Love &Fog spila einhverstaðar á næstunni?

Við spilum á Amsterdam kl. 20:50 á fimmtudag á „on-venue“ giggi á Airwaves. Síðan verðum við líka á Úrillu Górillunni í Austurstræti kl. 19:00 sama kvöld. Svo verðum við á Restaurant Reykjavík á laugardaginn kl. 15:00. Þeir sem eru með armband á Airwaves endilega mæta á Amsterdam og allir hinir á hin giggin, þau verða ekki síður skemmtileg!

Hér er svo hægt að sjá nýja Zombie-myndbandið :

http://www.youtube.com/watch?v=xZcO3nMlCAw


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir