Má bjóða þér í mat?

Íslenskt skyr, rjómi og bláber
Ég vissi ekki alveg hvað maðurinn minn hugsaði í gær þegar ég bað hann um að athuga hvort einhver í vinnunni hans væri ekki til í að koma í afgang af kjötsúpu til okkar um kvöldið, ég hafði nefnilega eldað svo mikið kvöldinu áður. Ekki það að það sé óvenjulegt að við bjóðum fólki í mat, heldur er það þegar ég fór að pæla í því, mjög svo óvenjulegt að við bjóðum fólki í hversdagsmat til okkar. Það að bjóða fólki í mat að okkar mati þýðir að það verður að vera fínni matur en venjulega. Reyndar þegar ég skoða það ennþá betur þá bjóða bara mamma, pabbi og tengdaforeldrar mínir okkur í hversdagslegan góðan heimilismat og þetta tíðkast bara ekkert svo mikið meðal vinanna.

Tel ég að á þessu þurfi að vera breyting. Fyrir stuttu segir maðurinn minn við mig "Eigum við ekki að bjóða þeim í mat um helgina"? Njaa,nei er það ekki betra í næsta mánuði, sagði ég. Það er nefnilega orðið staðreynd að ef fólk vill halda matarboð og bjóða vinum að borða mat með sér, ef til vill eiga síðan gott spilakvöld eftir á og gera sér dagamun, að það er dýrt. Það getur kostað dágóða summu ef manneskjur ætla alltaf að hafa góða steik, dýrar sósur, og flott grænmeti og tala ekki um ef það er boðið upp á vín með matnum.  Í staðin grunar mig að fólk hafi matarboð sjaldnar sem er eiginlega svolítið leiðinlegt. Ég legg því til að fólk sem er í sömu hugsunum og ég hætti  þessari 2007 hugmynd,  hringji í vini sína og segi. „Hey, ég er að fara hræra íslenskt skyr og bakaði heimabakað brauð, komist þið í mat“?

Það er allaveganna alveg klárlega eitthvað sem mér finnst ekki síður skemmtilegri og einfaldari hugmynd og oftar en ekki fæði sem heillar börn miklu meira.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir