Má bjóđa ţér ókeypis milljónir?

Hr. Grćđgi gefur ţessu thumbs up. Mynd: Gettyimages.com
Í kjölfar bankahrunsins í október hefur þjóðin horft upp á fjölmiðla fletta ofan af fjöldanum öllum af málum þar sem að menn í áhrifastöðum í viðskiptalífinu (og aðrir í hentugum stöðum) hafa komist upp með það að hagnast og eignast óheyrilega mikla peninga á hreint ótrúlegan máta – með 0% áhættu. Hinn almenni einstaklingur sem ætlar sér að taka lán í bankanum sínum þarf að gangast í gríðarlegar ábyrgðir fyrir öllum útlánum sem hann vogar sér að biðja um. Veðsetning eigna, sjálfskuldaábyrgðir, ábyrgðarmenn og svona væri hægt að halda áfram. Hann mun þurfa að súpa seiðið af fjárfestingum sínum næstu árin, með vöxtum, verðbótum og öllu sem tilheyrir.

Nú síðast í dag sagði DV frá því að fyrrverandi forstjóri íslensks fjárfestingabanka hafi fengið 300 milljón króna lán bæði frá bankanum sjálfum og einum viðskiptabankanna, til að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu sem hann var forstjóri yfir(Ég veit, ruglingslegt. En það er bara betra). Þetta segir hann að hafi verið í tengslum við “umbun” og "starfshlunnindi" sem honum stóðu til boða fyrir að gegna forstjórastöðunni. 150 milljónirnar sem að bankinn lánaði honum voru með veði í bréfunum sjálfum. Það sama gilti með lánið frá fyrirtækinu sem hann vann fyrir. Samkvæmt DV var lánið kúlulán, sem þýðir í stuttu máli að hann sem lántakandi þurfi ekki að spá í því veseni að vera að borga af láninu, heldur er lánið allt greitt upp í heild sinni í enda lánstímans.

Þessi maður fékk í hendurnar 300 milljónir án nokkurra skuldbindinga.

Ef ég myndi fara í minn viðskiptabanka og biðja um sama pakka og fyrrnefndur aðili fékk yrði í besta fallið hlegið að mér.

Þetta fyrirkomulag virðist hafa verið vinsælt á meðan á gervigóðærinu á Íslandi stóð. Nú fyrst þegar farið er að velta upp einhverjum steinum í brunarústunum sem að Ísland er orðið að má sjá hvað stór hluti fjármálakerfis okkar var því miður orðinn gegnsýrður af spillingu og siðblindu.

Og já, þetta er ekki ólöglegt, bara siðlaust sko.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir