Madonna neitar bónorði kærastans

Hin síunga söngkona Madonna þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar kærasti hennar Brahim Zaibat bar upp bónorðið, svar hennar var nei.

Madonna og Guy Ritchie skildu árið 2008 og hefur hún ekki enn komist yfir skilnaðinn. Hún og Ritchie eiga þrjú börn saman en Madonna á einnig eldri dóttur úr öðru sambandi.

Ritchie er ekki eini fyrrverandi maður Madonnu en leikarinn frægi Sean Penn var einnig giftur söngkonunni. Madonna elskaði þá báða og og voru þeir sálufélagar hennar.

Ekki telst því skrítið að Madonna hafi í þetta skiptið neita núverandi kærasta sínum, Zaibat um bónorðið en hann er einungis 24 ára gamall og er því tæpum þrjátíu árum yngri en söngkonan. Madonnu líður vel með Zaibat en  sambandið er ekki eins djúpt og samband hennar við fyrrverandi eiginmennina, segir í tímaritinu Grazia.

Á nýjustu plötu söngkonunnar má heyra texta á borð við: Ég reyndi að vera góð, ég reyndi að standa undir væntingum þínum, ég reyndi að vera konan þín og fleiri svipaðar laglínur. En samkvæmt þessu er greinilegt að söngkonan er enn að takast á við skilnað sinn við Ritchie. Platan er væntanleg í verslanir í lok vikunnar.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir