Maðurinn úr lífshættu

Landspítalinn
Maðurinn sem stunginn var margsinnis með hnífi á lögmannsstofu í byrjun mars er á batavegi. „Hann mun trúlega útskrifast fljótlega frá okkur,“ segir læknir á gjörgæsludeild Landspítala Íslands, en þar hefur maðurinn legið frá því hann varð fyrir árásinni. 

„Hann er að verða það góður að hann fer á venjulega deild innan tíðar,“ segir læknirinn.

Maðurinn var um tíma í lífshættu, hann gekkst undir umfangsmikla aðgerð og var haldið í öndunarvél í nokkrar vikur.

Ráðist var á manninn á lögmannsstofunni Lagastoð í Lágmúla 5. mars síðastliðinn. Var annar starfsmaður stunginn í lærið þegar hann reyndi að skakka leikinn, og koma samstarfsfélaga sínum til hjálpar. 

Árásarmaðurinn var handtekinn á staðnum og úrskurðaður í gæsluvarðhald.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir