Magnús Hlynur hættur hjá Dagskránni

Magnús Hlynur - Mynd: DV

Magnús Hlynur Hreiðarsson, fjölmiðlamaður frá Selfossi, sagði nýverið upp sem ritstjóri Dagskrárinnar og DFS.is.

Magnús var fenginn á fund eigenda Prentmets, sem reka Dagskrána og DFS.is og var tjáð að hann þyrfti að skuldbinda sig til þess að starfa bara sem fjölmiðlamaður hjá þeim. Magnús vann lengi hjá RÚV, en var sagt upp fyrir ekki svo löngu. Eftir það var hann ráðinn til Stöðvar 2 þar sem hann fjallar um landsbyggða mál og þá sérstaklega á Suðurlandi.

Magnús Hlynur gat ekki fallist á það að starfa aðeins fyrir Dagskrána og DFS og því sagði hann upp. Í samtali við Sunnlenska sagði Magnús að stjórn Prentmets og prentsmiðjustjórinn segðu að ekki væri búið að finna eftirmann hans, enda kæmi uppsögnin þeim mikið á óvart. Nokkrum tímum síðar fengu starfsmenn Prentmets tölvupóst þess efnis að Örn Guðnason hefði verið ráðinn ritstjóri. Örn stýrði blaðinu á meðan Magnús var í sumarleyfi í sumar.

„Ég er fyrst og fremst svekktur og sár út í Prentmet því ég hef lagt mig 100% fram og miklu meira en það fyrir Dagskrána síðustu tuttugu ár og fyrir DFS síðustu ár,“ sagði Magnús í viðtali við Sunnlenska og vill jafnframt þakka öllum þeim sem hann hefur verið í samskiptum við og unnið með fyrir árin öll hjá blaðinu. Magnús segir að hann muni halda áfram að vinna fyrir 365 miðla en hann sé þó að leita að fastri vinnu með því. 

Uppsögnin hefur vakið hörð viðbrögð á meðal lesenda Dagskráarinnar og sunnlendinga almennt. Flestir eru sammála um það að Magnús hafi unnið góð störf fyrir Suðurlandið og að það sé mikill missir af honum sem ristjóra dagskráarinnar. Sumir kasta því jafnvel fram að Sunnlenska eigi að ráða hann til sín, svo að Magnús hverfi ekki algjörlega af prenti á Suðurlandi.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir