Mannanöfn

Mannanöfn eru eins misjöfn og þau eru mörg og kannski eins gott þar sem smekkur manna er ólíkur og ekki eru allir hrifnir af sömu nöfnunum. 

Algengasta nafn í heimi er Múhameð, nafnið er vinsælasta karlmanns nafnið í mörgum ríkjum múslima og kemur fyrir í ýmsum myndum eins og Muhammad, Mohammed, Mohammad, Mohamed.

Algengustu karlmanns nöfn á Íslandi eru Jón, Sigurður og Guðmundir. Algengustu kvennmanns nöfnin eru Guðrún, Anna og Sigríður. Hinsvegar var nafnið Aron vinsælasta drengja nafnið árið 2010 og Emilía vinsælasta stúlku nafnið, Þór og Ósk voru vinsælustu millinöfnin. 2010 voru vinsælustu nafna samsetningarnar hjá körlum Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi, hjá konum voru það Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín.

Öll þessi nöfn eru algeng og eitthvað sem engin kippir sér upp við að heyra. Hins vegar er mikið af nöfnum á mannanafnaskrá sem fær mann til að velta fyirir sér hvað fólk sé að hugsa þegar það ákveður að skýra barn sitt því nafni.

 En eins og ég sagði smekkur manna ef jafn misjafn og nöfnin eru mörg.

 

Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir  


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir