Mannlegt eđli birtist tćrast í kreppu

Munum viđ bjargast frá grćđginni?

Fróðlegt er að sitja úti í sveit og fylgjast með öllu því brjálæði sem um heiminn fer.  Það er auðvitað með ólíkindum að hafa fylgst með því hvernig “fyrirbærið” peningar og stjórnmálaleg umsvif geta fært mönnum ósnertanleg völd.  Þótt ljóst sé að þekking þeirra nái ekki að greiða úr málum á ögurstundu, halda þeir samt völdum.

Þegar hlutirnir fara úr böndunum, líkt og hefur sýnt sig undanfarna daga, þá fara merkilegir hlutir af stað.  Græðgin sem byggð hefur verið upp síðustu ár tekur á sig mynd illskunnar þegar í harðbakkann slær. Sú mynd birtist ekki aðeins hjá okkar litlu þjóð heldur um allan heim.  Þá reynir allt í einu á hver sé vinur hvers! Ég reikna með að þeir sem lesi pistil þennan hafi fylgst með fréttum undanfarna daga og því ætla ég ekki að rekja atburðarás í smáatriðum. 

Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að röð misskilnings og mistaka hafa valdið því að Íslendingar hafa á örfáum dögum misst peningaleg umsvif úr höndum sér, auk þess sem stór orð og ummæli og stórfelld leit að “sökudólgnum” hafa rýrt mannorð okkar með öðrum þjóðum.  Mér finnst það býsna merkilegt að á meðan ráðamenn hvetja þjóðina til að sýna æðruleysi og umburðarlyndi og láti vera að leita að sökudólgum, að þá haldi þeir vandanum við sjálfir.  Ráðamenn og fjármálamenn koma fram í viðtölum og gagnrýna hver annan og koma af stað stórfelldum vandræðum.  Hvílíkar fyrirmyndir! Þjóðinni er lofað að hún haldi sparnaði sínum, sem auðvitað hefur ekki staðist auk þess sem okkur er tjáð að okkur sé ekki hætta búin, en í sömu andrá berast fréttir af því að ráðamenn ferðist um núna í fylgd lífvarða en við fáum engar skýringar á því hver sé ástæðan.  Að vísu eru Bretar búnir að setja á okkur hryðjuverkalög!  Dreg ég helst þá ályktun að verið sé að búa til samúðarmynd af mönnunum sem sofið hafa á verðinum og ekki staðið sig.

Svo mikil áhrif hefur peningaleg umsýsla haft á þessa litlu þjóð að beinlínis sorglegt var að fylgjast með viðbrögðum hennar eftir að markaðsstjóri hjá einu stærsta peningaveldinu kom fram í viðtali og taldi fólki trú um að nauðsynlegt væri að hamstra vörur.  Ótti greip um sig og skriðan fór af stað án þess að fólki hafi dottið í hug að um “sölubrellu” hafi verið að ræða.  Þeir sem verða ríkir kreista út peninga fram á síðustu stundu og láta sig svo hverfa. Kann að vera að menn geti hafi svo mikil áhrif og völd í gegnum peninga og stjórnsýslu að farið geti eins og í ljóði Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, Vitnin:

 

                                   “ Sjá, vopndauðir menn um veginn aka

                                     til varnar öllum, sem friðinn þrá,

                                     en bregðist kynngi blóðugra raka,

                                     mun brennandi jörðin gleypa þá.

                                     Og verði ennþá til vopna tekið

                                     og veröld sköpuð hin þyngstu kjör,

                                     þá hafa vitnin til einskis ekið

                                     og enginn séð þeirra píslarför."

Við ættum að vera gagnrýnin í hugsun og ekki láta "teyma" okkur áfram í brjálæðinu.  Það þarf að sýna reisn til að standa af sér "eyðileggingu" mannorðs.


                                                                      Hlín Bolladóttir

 

                                                                          
Við skulum vera gagnrýnin í hugsun og ekki láta teyma okkur áfram í brjálæðinu.  Nú þurfum við nefnilega að halda reisn


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir