Flýtilyklar
Aðalleikari í kvikmynd um Edward Snowden afhjúpaður
Leikarinn og kvennagullið Joseph Gordon-Levitt hefur verið staðfestur í hlutverk Edward Snowden í nýjustu mynd Oliver Stone um Snowden. Oliver er þekktastur fyrir myndir eins og Platoon og Fourth of July og vann hann til Óskarsverðlauna fyrir þær báðar. Gordon-Levitt hefur verið mikið áberandi undanfarið, en aðdáendur Sin City muna eflaust eftir honum úr nýjustu mynd Frank Miller. Hann lék einnig stór hlutverk í Inception á móti Leonardo DiCaprio, The Dark Knight Rises og rómantísku gamanmyndinni (500)Days of Summer, en þar leikur hann á móti Zooey Deschanel.
Snowden lak mikilvægum trúnaðarupplýsingum í fjölmiðla árið 2013 og kveikti þannig undir miklum umræðum varðandi persónuvernd og internetvernd einstaklingsins. Í kjölfarið var Snowden eftirlýstur í Bandaríkjunum. Hann eyddi nánast sex vikum á flugvelli í Moskvu áður en hann fékk árshæli frá Rússlandi, en sá tími var lengdur í þrjú ár nú í ár.
Myndin um Snowden mun fara í framleiðslu í janúar á næsta ári og á hún að koma út árið 2016. Aðdáendur Gordon-Levitt og Oliver Stone mega ekki láta þessa framhjá sér fara.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir