Chris Brown harðlega gagnrýndur eftir tíst um ebólu

Tónlistarmaðurinn Chris Brown virðist hafa einstaka hæfileika til að koma sér í ónáð hjá aðdáendum sínum. Í því samhengi þarf ekki annað en að rifja upp samskipti hans og tónlistarkonunnar Rihönnu fyrir ekki svo alls löngu en Chris afplánaði fyrr á þessu ári fangelsisdóm eftir brot á skilorði vegna dóms sem hann fékk í kjölfar þess máls. En nú hefur Chris tekist að reita marga til reiði með færslu á Twitter þar sem setur fram sína eigin kenningu um hvers vegna ebólafaraldurinn geisar. Hann vill meina að faraldurinn sé einhverskonar samsæri til að stemma stigum við fólksfjölgun í heiminum sem sé alveg farin úr böndunum.

Chris hefur rúmlega 13 milljónir fylgjenda á Twitter og féllu þessi orð hans í afskaplega grýttan jarðveg hjá mörgum þeirra og tístu fleiri þúsund manns í kjölfarið þar sem þeir lýstu yfir hneykslan á þessum orðum. Einn aðdáandi lét hafa eftir sér að ef það væri of mikið af fólki í heiminum þá væri kannski best að byrja á að losa sig við vitleysingja eins og Chris Brown. Honum voru því ekki vandaðar kveðjurnar enda lét hann þessi orð falla á sama tíma og tilkynnt var að fyrsta smittilfelli ebólu hefði átt sér stað í Bandaríkjunum, en alls hafa yfir 4000 manns látist úr sjúkdómnum, flestir í Vestur-Afríkuríkjunum Líberíu, Sierra Leone og Gíneu. Svo mikil var gagnrýnin að Chris sá sig tilneyddan til að svara á Twitter með orðunum að hann lofaði að halda sér saman.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir