Dóri DNA gerir allt vitlaust

Halldór Laxness Halldórsson

Í tilefni af 8.ára afmæli Nova voru þekktir einstaklingar fengnir til þess að sjá um Snapchat reikning fyrirtækisins í dag. Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, var einn af þeim sem sá um snappið. Viðbrögðin við uppátækjum hans þar létu ekki á sér standa og nú í kvöld hafði myndast umræða í Facebook hópnum Beauty Tips um málið.

Öll þekktir grínistar, Steindi Jr., Saga Garðars, Björn Bragi og áðurnefndur Dóri DNA skiptu deginum á milli sín á Nova snappinu. Dóri tók myndbönd af sér þar sem hann handlék gervibyssu og setti við höfuð sitt. Hann lét börnin sín einnig taka við byssunni og hníf.
Mikil reiði virðist hafa kviknað vegna myndbandanna og hafa fjöldamargar athugasemdir verið skrifaðar við innlegg um málið á Beauty Tips

Umræðan er áhugaverð í ljósi þess að nýjasta verks Dóra, sem hann og Saga Garðarsdóttir settu upp, í Hofi á Akureyri fjallar einmitt um þetta. Verkið ,,Þetta er grín, án djóks" fjallar mest megnis um það hvenær eitthvað sé fyndið og hvenær það sé verið að fara yfir mörkin. Einmitt þetta er það sem umræðan fjallar um á Beauty Tips en margar sem hafa skrifað sína skoðun á málinu telja hann fara langt yfir mörkin og einhverjar ganga það langt að vilja láta Barnaverndarnefnd vita af málinu.


Skjáskot af innlegginu á Beauty Tips:



Saga Garðars kemur vini sínum og meðleikara til varnar:

Saga Garðars kemur Dóra til varnar




Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir