Harry Bretaprins kominn á fast

Harry og Megan

Harry Bretaprins hefur stađfest nýlega orđróma um samband sitt og bandarísku leikkonunnar Megan Markle, en ţau hafa átt í ástarsambandi undanfarna mánuđi. Ţetta kom fram í ýfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni í Bretlandi í dag. 

Tilefni yfirlýsingarinnar ku hafa veriđ sú, ađ Megan Markle, og fjölskylda hennar hafa veriđ fyrir linnulausu áreiti fjölmiđla ţar í landi, enda hafa sögusagnir af sambandi ţeirra veriđ eitt helsta áhugamál slúđurblađa í landinu, en međ yfirlýsingunni hvatti Harry fjölmiđla til ţess ađ láta Megan og fjölskyldu hennar vera.

Megan Markle er hvađ frćgust fyrir leik sinn í ţáttunum Suits, ţar sem hún fer međ eitt af lykilhlutverkunum, en hefur áđur komiđ fyrir í ýmsum ţáttum, en ţar má nefna: CSI: Miami, Fringe og Castle.

Harry hafđi á árum áđur, gefiđ sér gott orđ fyrir ađ vera kvennabósi og flippkisi, en hann vakti mikla athygli á sínum tíma bćđi ţegar hann var klćddur sem nasisti í búningapartíi, og ţegar nektarmyndir af honum í Las Vegas birtust í slúđurblöđum í Bretlandi.

Ljóst er ađ mikiđ vatn hefur runniđ til sjávar síđan hann stóđ í fyrrnefndum erindagjörđum, en blađamenn Landpóstsins óska honum velfarnađar á komandi árum.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir