Flýtilyklar
Nýtt barn til að bjarga hjónabandinu
Hjónaband þeirra hefur verið mikið í fréttum að undanförnu og aðallega vegna þess að talið var að það væri að bresta. Hjóni blása á þessar sögusagnir með því t.d. að vera saman á tónleikaferðalagi þessa dagana. Það ætlaði allt um koll að keyra um helgina þegar Jay-Z virðist hafa breytt textanum í einu lagi sínu þannig að það leit út fyrir að hann væri að gefa til kynna að eiginkona hans væri ólétt af þeirra öðru barni. Fyrir eiga hjónin eitt barn og notuðu þau frekar óvenjulega aðferð til að tilkynna komu þess barns í heiminn þar sem Beyoncé á sér bumbuna eftir að hafa flutt lag á tónlistaverðlauna hátíð. Svo sú aðferða að breyta textanum kom aðdáendum þeirra ekki á óvart. Hjónin virðast samt hafa blásið á þennan orðróm þar sem þau birtu mynd á samfélagsmiðlum, af þeim fagna á hótel herbergi sínu með því að skála í kampavíni. Heimildarmenn segja að þau hafi skemmt sér langt fram á nótt. Ekki er líklegt að Beyoncé hafi skálað í kampavíni ef hún bæri barn undir belti. Eins virðist samband þeirra ekki í molum ef marka má heimildamann þeirra svo það er kannski ekkert til að bjarga þegar allt er í góðu lagi.
http://www.visir.is/tilkynnti-um-mogulegan-erfingja/article/2014709169955
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
Athugasemdir