Vaknaði í bleikum kvenmannsnærbuxum eftir ristilsspeglun

Bleikar nærbuxur geta valdið miklum sálarkvölum

Andrew Walls, 32 ára Bandaríkjamaður heldur því fram að skurðlæknar hafi haft hann að fífli með því að klæða hann í bleikar kvenmannsnærbuxur þegar hann var undir svæfingu vegna ristilsspeglunar. Í framhaldinu af atvikinu hlaut maðurinn miklar andlegar raunir og tekjutap þar sem hann gat ekki sótt vinnu og fer hann fram á háar skaðabætur.

Samkvæmt Walls var hann klæddur sínum hefðbundnu karlmannsnærbuxum þegar hann mætti á Delaware spítalann í Dover og segist ekki kannast við bleiku nærbuxurnar sem hann vaknaði í.

Lögfræðingur mannsins, Gary Nitsche, telur hegðun starfsmanna á spítalanum vera öfgakennda og svívirðilega og hafa farið út fyrir öll velsæmismörk þegar þeir klæddu meðvitundarlausan mann í kvenmannsnærbuxur. Þá hafi ekki verið farið eftir þeim verklagsreglum sem eiga við um meðferð sjúklinga.

Yfirmaður skurðlæknadeildarinnar, Jennifer Anderson, hefur neitað að tjá sig um málið sem og aðrir starfsmenn spítalans.

Hvað starfsmönnum gekk til með hegðun sinni er enn ekki ljóst en spaugið var allaveganna rándýrt. Brotaþoli upplifði miklar sálarkvalir í kjölfar atburðarins en hann fann fyrir mikilli skömm sem risti svo djúpt að hann gat ekki sótt vinnu sína og missti hana í framhaldinu.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Landpósturinn áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Svæði

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guðmundsson, Hjalti Þór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir