Samískur augnsvipur Zellweger horfinn

Fyrir og eftir (mynd: expressen.se)

Óskarsverđlaunaleikkonan Renée Zellweger hefur ekki mikiđ veriđ í sviđsljósinu undanfariđ, enda eru meira en tvö ár síđan hún lék síđast í kvikmynd. Í síđustu viku sást til hins vegar til hennar á rauđa dreglinum ţegar hún mćtti til veislu í Hollywood.

Óhćtt er ađ segja ađ útlit leikkonunnar hafi vakiđ mikla athygli ţví Renée var nánast óţekkjanleg og fóru strax í gang sögusagnir um ađ hún hafi lagst undir hnífinn til ađ láta breyta útliti sínu. Sjálf neitar leikkonan öllu slíku og segist vera ánćgđ međ ađ fólk sjái breytingu á sér enda lifi hún nú mjög heilnćmu lífi og sé hamingjusöm. Segist hún vera sannfćrđ um ađ slíkt sjáist á fólki.

Útlitsbreyting Zellweger hefur skapar miklar umrćđur í netheimum og hafa ţćr međal annars snúist um ţćr útlitskröfur sem gerđar eru til kvenna almennt og sér í lagi í Hollywood. Einnig hafa veriđ vangaveltur uppi um hvort útlitsbreyting Renée eigi eftir ađ gera henni erfitt fyrir međ ađ fá bitastćđ hlutverk í framtíđinni. Vilja sumir meina ađ útlit leikara sé ţeirra vörumerki og allar stórar breytinga á ţví vörumerki séu sjaldnast til ţess fallnar ađ gera leikara eftirsóknarverđari.

Ţrátt fyrir ađ leikkonan haldi áfram ađ neita öllum sögusögnum um ađ hafa gengist undir fegrunarađgerđ halda bollaleggingarnar áfram og trúa ţví fćstir ađ ţađ sé bara breyttur lífstíll leikkonunnar sem liggi ađ baki. Prófessor í finnskri menningu viđ háskólann í Uleĺborg í Finnlandi,  Edward Dutton ađ nafni, hefur nú komiđ fram međ kenningu um hvers vegna Zellweger lét breyta útliti sínu. Hann vill meina ađ leikkonan hafi viljađ afmá útlitsleg séreinkenni sín sem rekja megi til ćtternis hennar. Fađir Zellweger er svissneskur en móđir hennar er af Samaćttum og telur prófessorinn ađ augnsvipur leikkonunnar áđur en hún breytti sér hafi fyrst og fremst átt rćtur ađ rekja til samískra gena hennar. Hún hafi ţví látiđ breyta útliti sínu til ađ afmá ţau einkenni.

Hvort ađ útlitsbreyting leikkonunnar stafar af heilnćmari lifnađarháttum eđa ţví ađ hún hafi viljađ afmá samísk útlitseinkenni sín er ţví óljóst, en hins vegar má ţađ ljóst vera ađ Zellweger tókst međ ţessu ađ koma sér rćkilega í sviđsljósiđ aftur eftir nokkuđ langa fjarveru.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra sem ţćr skrá. Landpósturinn áskilur sér ţó rétt til ađ eyđa ummćlum sem metin verđa sem ćrumeiđandi eđa ósćmileg.
Smelltu hér til ađ tilkynna óviđeigandi athugasemdir.

Svćđi

Landpóstur er fréttavefur
fjölmiđlafrćđinema viđ Háskólann á Akureyri. 
KENNARAR OG UMSJÓNARMENN
Birgir Guđmundsson, Hjalti Ţór Hreinsson, Sigrún Stefánsdóttir